Lífið

Sturlaðar staðreyndir: Í Mexíkó mega hálfvitar eða fífl ekki kjósa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Blöndal fer yfir Sturlaðar staðreyndir í þættinum.
Auðunn Blöndal fer yfir Sturlaðar staðreyndir í þættinum. vísir/getty
Í þættinum FM95BLÖ er ávallt farið í dagskráliðin Sturlaðar staðreyndir. Auðunn Blöndal, þáttarstjórnandinn, fer þá yfir staðreyndir sem ættu að vekja athygli fólks.

Oft á tíðum eru þær virkilega athyglisverðar en þátturinn er sendur út á föstudögum milli fjögur og sex á útvarpsstöðinni FM957. Hlusta má á dagskráliðinn hér að neðan og hefst hann eftir 40 mínútur.

Hér að neðan má lesa þær staðreyndir sem urðu fyrir valinu síðastliðinn föstudag:

  1. Samkvæmt stjórnarskránni í Mexíkó mega hálfvitar eða fífl ekki kjósa.
  2. Hundar eru með greind á við tveggja ára barn.
  3. Meðal manneskja eyðir um sex þúsund krónum á fyrsta stefnumótinu.
  4. Þú græðir ekkert á því að segja öðrum frá vandamáli þínu. Tuttugu prósent fólks er drullu sama og 80% fólks er ánægt að þú sért með vandamál.
  5. Lengsta sem hefur liðið milli þess að tvíburar fæðist eru 87 dagar.
  6. Bill Murray hefur unnið 47 verðlaun á ferlinum en aldrei unnið Óskarinn.
  7. Jack White safnar skærum.
  8. Það eru til sveppir sem er í lagi að borða en þeir drepa þig ef þú drekkur áfengi eftir á. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×