Sport

Sturla Snær fær góð ráð frá Kristni Björnssyni | Myndband frá æfingum hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason Mynd/Youtube
Skíðalandsliðsmaðurinn Sturla Snær Snorrason stóð sig vel á FIS mótaröð í Geilo í Noregi en undanfarna daga hafa fjölmargir Íslenskir keppendur verið við æfinga og keppni í Geilo í Noregi.

„Ég er núna staddur í Geilo í Noregi þar sem ég hef verið að æfa núna í haust og síðasta vetur undir leiðsögn Hauki Bjarnasyni og Kristni Björnssyni sem var okkar besti skíðamaður," segir Sturla Snær í fréttatilkynningu.

„Ég mun keppa í vetur á heimsmeistaramótinu í St. Moritz í Sviss og síðan er stefnan tekin á Ólympíuleikana 2018.Það er mikið og strangt ferli að undirbúa sig fyrir stórmót," segir Sturla Snær.

Það er ljóst að hann var að nýta æfingarnar og leiðsögn þjálfanna vel. Sturla Snær átt flott svigmót um helgina í Geilo þar sem hann endaði í fimmta sæti og fékk fyrir það 37.47 FIS punkta sem er aðeins frá hans besta en lofar góðu miðað við fyrsta mót.

Sturla Snær hefur sett saman myndskeið af æfingum hans í norsku fjöllunum og má sjá það hér fyrir neðan. „Ég setti saman myndskeið af æfingum úr fjöllunum svo að fólk geti nú fylgst smá með," segir Sturla Snær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×