Erlent

Stunguárás í París: Árásarmaðurinn ákallaði ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ráðist var á kennara í kennslustofu í úthverfi Parísar í dag. Hann er ekki í lífshættu en árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu.
Ráðist var á kennara í kennslustofu í úthverfi Parísar í dag. Hann er ekki í lífshættu en árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu. Vísir/Getty
*Uppfært klukkan 16.40* Svo virðist sem að kennarinn sem á að hafa orðið fyrir þessari árás hafi logið til um hana. Í raun og veru átti hún sér ekki stað.

Ráðist var á kennara í kennslustofu í úthverfi Parísar í dag. Árásarmaðurinn ákallaði ISIS rétt áður en hann stakk kennarann og er nú á flótta.

Árásarmaðurinn öskraði „Þetta er Daesh (ISIS). Þetta er aðvörun,“ áður en hann stakk kennarann með skærum eða dúkahníf.

Lögregluyfirvöld segja að kennarinn hafi verið stunginn í síðuna og hálsinn í morgun er hann var að undirbúa kennslu dagsins. Hann er ekki í lífshættu.

Árásarmaðurinn var klæddur lambhúshettu en mætti í skólann óvopnaður og notaði vopn sem hann fann á vettvangi. Hann flúði árásarstaðinn og er nú á flótta undan lögreglu.

Tímarit ISIS, Dar-al-Islam, sem gefið er út á frönsku hvatti nýverið til þess að fylgismenn ISIS dræpu kennara í Frakklandi og sagði þá vera óvini Allah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×