Lífið

Stunduðu það að taka hið alræmda ofskynjunarlyf Ayahuasca

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir í Shades of Reykjavík verða í næsta þætti.
Strákarnir í Shades of Reykjavík verða í næsta þætti. vísir
Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, verða til umfjöllunar í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Í þættinum kemur fram að að þeir félagar hafi á sínum tíma stundað það að taka hið alræmda ofskynjunarlyf Ayahuasca.

Á Vísindavefnum kemur fram að notkun ofskynjunarefna eigi sér langa sögu, og hafi oft verið tengd einhvers konar trúarsiðum. Astekar töldu til að mynda að ofskynjunarsveppir væru heilagir og kölluðu þá „hold guðs“. Á 19. öld söfnuðu apatsjar (Apache), indíánaþjóðflokkur í Norður-Ameríku, meskalínkaktusum og var slík söfnun talin til helgiathafna. Indíánar bjuggu einnig til seyði sem kallaðist ayahuasca og innihélt virk efni sem ollu ofskynjunum.

Einnig verður rætt við rapparann MC Blær og Alexander Jarl í þættinum. Hér að neðan má sjá stiklu úr næsta þætti.


Tengdar fréttir

Bent grjótharður í Rapp í Reykjavík - Myndband

"Af hverju er ég búinn að vera tala svona mikið um partýhald? Mér finnst ég vera búinn að finna mína sérstöðu þar,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, rappari, sem verður í viðtali við Dóra DNA í næsta þætti af Rapp í Reykjavík.

Rappið tekur yfir

Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×