Erlent

Stúlka svo gott sem læknaðist af eyðni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Dr. Audra Deveikis, sérfræðingur við Miller Children's Hospital Long Beach, Calif., tók þátt í meðferð stúlkunnar.
Dr. Audra Deveikis, sérfræðingur við Miller Children's Hospital Long Beach, Calif., tók þátt í meðferð stúlkunnar. ap
Bandarísk stúlka sem fæddist smituð af eyðniveirunni og var svo gott sem læknuð eftir að hafa tekið þátt í nýstárlegri tilraun á síðast ári hefur verið færð undir læknishendur eftir að veiran blossaði upp á ný.

Fréttamiðlar vestanhafs greina frá þessu en mál stúlkubarnsins hefur vakið heimsathygli. Stúlkan hafði ekki tekið lyf í tvö ár og þótti áfanginn marka kaflaskil í baráttunni við eyðni. Núna liggur hins vegar fyrir að sjúkdómur stúlkunnar er ekki í rénun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×