Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Víkings leiðréttu "mistök" Pepsi-markanna og afhentu Róberti Pepsi-kassa og gjafabréf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Örn Óskarsson átti frábæran leik þegar Víkingur vann 1-0 sigur á KR í Víkinni í gær.

Róbert varði nokkrum sinnum glæsilega og átti hvað stærstan þátt í því að Víkingar náðu að landa stigunum þremur. Tvær flottustu vörslur hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sigurinn var sögulegur fyrir Víkinga sem höfðu ekki unnið KR-inga í Víkinni síðan þeir byrjuðu að spila þar fyrir 28 árum.

Þrátt fyrir þessa flottu frammistöðu varð Róbert að lúta í lægra haldi fyrir Stjörnumanninum Hilmari Árna Halldórssyni í vali Pepsi-markanna á manni 12. umferðar.

Berserkir, stuðningsmenn Víkings, vildu að sjálfsögðu sjá sinn mann verða fyrir valinu en þeir dóu ekki ráðalausir.

Berserkir tóku sig til og afhentu Róberti kassa af Pepsi Max og gjafabréf á Kolabrautina, sömu verðlaun og leikmaður umferðarinnar fær venjulega hjá Pepsi-mörkunum.

Hrannar Már Gunnarsson, stuðningsmaður Víkings, afhenti Róberti Pepsi-kassann og gjafabréfið í Víkinni í dag eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×