Erlent

Stuðningsmenn og andstæðingar Trump slógust á ströndinni

Kjartan Kjartansson skrifar
Átök brutust út á stuðningsfundi við Donald Trump Bandaríkjaforseta á milli aðdáenda hans og andstæðinga á vinsælli strönd í Suður-Kaliforníu í gær. Fjórir voru handteknir og að minnsta kosti einn stuðningsmaður forsetans var piparúðaður.

Hópur stuðningsmanna Trump kom saman við Bolsa Chica-ströndina í Huntington Beach í suðurhluta Kaliforníu í gær. Þegar þeir gengu fram á lítinn hóp andstæðinga forsetans sló í brýnu á mili þeirra.

Fjórir af mótmælendum forsetans voru handteknir, þrír þeirra fyrir að beita piparúða ólöglega og sá fjórði fyrir líkamsárás og barsmíðar samkvæmt frétt The Guardian. Yfirvöld segja að um 2.000 manns hafi gengið til stuðnings Trump en mótmælendurnir hafi verið um tuttugu.

Einn andstæðinga Trump er þannig sakaður um að hafa úðað konu úr hópi skipuleggjenda samkomunnar í andlitið. Elti hópur stuðningsmanna Trump hann þar til lögregla skarst í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×