Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool ætla að skrópa á leikinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool heimsækir Hull í ensku úrvalsdeildinni á KC Stadium í kvöld en leikmenn Liverpool geta ekki reiknað með miklum stuðningi á áhorfendapöllunum.

Liverpool er enn í baráttunni um Meistaradeildarsæti en má alls ekki misstíga sig í þessum leik á móti liði sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.

Stuðningsmenn Liverpool ætla ekki að mæta á leikinn í mótmálaskyni við hátt miðaverð á leiknum. Forráðamenn Hull rukka nefnilega 50 pund fyrir miðann en verð á sama leik á síðasta tímabili voru aðeins 35 pund.

Stuðningsmenn Stoke þurftu síðan aðeins að borga 16 pund til að horfa á liðið sitt mæta Hull á KC Stadium. Það er vel þekkt í Englandi að rukkað sé hærra verð á leikina á móti stóru liðunum en nú er stuðningsmönnum Liverpool nóg boðið.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í þessa ákvörðun stuðningsmanna félagsins og hann sagðist virða rétt þeirra til að mótmæla.  

„Stuðningsmennirnir í dag þurfa að leggja mikla vinnu á sig til þess að eiga fyrir miðunum á leikinn," sagði Brendan Rodgers við BBC.

Leikur Hull City og Liverpool hefst klukkan 18.45 og hann er í beinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×