Fótbolti

Stuðningsmenn Íslands með sorgarbönd á leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá vinstri: Arnþór Henrysson, Arnar Laufdal Aðalsteinsson og Sveinn Henrysson. Kapparnir eru klárir í slaginn fyrir kvöldið.
Frá vinstri: Arnþór Henrysson, Arnar Laufdal Aðalsteinsson og Sveinn Henrysson. Kapparnir eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Böddi
Stuðningsmenn íslenska landsliðinu mun sýna tyrknesku þjóðinni samhug með því að vera með sorgarband á leik liðanna í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Á laugardag var framin mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu Tyrklands þegar tvær sprengjur voru sprengdar fyrir utan lestarstöð í höfuðborginni Ankara, þar sem mótmælaganga fór fram. Minnst 105 létust og fleiri en 400 slösuðust.

Leikurinn fer fram í Konya en á honum verða 130 Íslendingar í stúkunni. Flestir komu með beinu flugi Icelandair hingað til Konya. Með í þeirri för voru einnig leikmenn, þjálfarar og starfsmenn landsliðsins sem og fulltrúar fjölmiðla.

Hópurinn kom saman nú síðdegis í mótttöku sem Icelandair stóð fyrir á hóteli hópsins í Konya. Þar var spiluð íslensk tónlist og tóninn gefinn fyrir leikinn með stuðningsmannasöngvum.

Jóhann Grétar spáir Íslandi sigri í kvöld.Vísir/Böddi
Einn stuðningsmannanna í Konya er Jóhann Grétar Jóhannsson, starfsmaður IGS í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem ákvað að slá til á föstudag þegar starfsmönnum bauðst að fara til Konya á sérstökum kjörum.

„Þetta er okkar fyrsti landsleikur á útivelli en alls ekki sá síðasti,“ sagði Jóhann Grétar við Vísi í dag. „Það er alveg klárt að við ætlum til Frakklands næsta sumar. Það er staðfest.“

Jóhann Grétar er bjartsýnn og spáir Íslandi 1-0 sigri í leiknum, sem hefst klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×