Fótbolti

Stuðningsmenn gestaliðanna verða að sitja heima

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi stuðningsmaður PSG mun ekki geta farið á útileiki síns liðs á næstunni.
Þessi stuðningsmaður PSG mun ekki geta farið á útileiki síns liðs á næstunni. vísir/getty

Frakkar eru enn að fóta sig eftir hryðjuverkin í París og það mun hafa áhrif á fótboltann þar í landi.

Stuðningsmenn gestaliða verða ekki velkomnir á knattspyrnuleiki fram í miðjan desember hið minnsta. Þetta á við leiki í frönsku deildinni sem og í Evrópuleikjum. Bannið gildir í efstu tveim deildunum í Frakklandi.

Aðalástæðan fyrir þessu banni er skortur á löggæslumönnum á vellinum ef eitthvað skildi koma upp á.

Það er neyðarástand í Frakklandi og ákveðið verður fljótlega hvort gripið verði til frekari aðgerða til að tryggja öryggi áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×