Lífið

Stuðlar að sjálfbærri fatahönnun

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Fiona við verkin sín á sýningunni.
Fiona við verkin sín á sýningunni. vísir/vilhelm
Fiona Cribben sýnir verkið Half and half í Gerðarsafni, en sýningin verður opnuð á laugardag. Það sem er áhugavert við flíkurnar í verkinu er að þær eru allar endurunnar og er tilgangur þess að stuðla að og hvetja til sjálfbærni í fatahönnun og gerð. „Flestallt efni sem ég nota í verkið eru gömul föt sem ég fékk í Rauða krossinum og eitthvað fékk ég gefins,“ segir Fiona.

Eftir að hafa fylgst með og unnið við tísku í sautján ár fannst henni hún hafa þörf fyrir að breyta því hvernig hún nálgaðist föt og tísku. „Mig langaði til þess að hvetja fólk til að endurhanna fötin sín og gefa þeim meiri karakter. Þetta fékk mig líka til þess að hugsa meira út í það hvernig ég nota efni og einnig hvers vegna við endurvinnum ekki meira af fötunum okkar,” segir hún.

Í bland við fötin úr Rauða krossinum notar hún íslenska ull, en hún fékk eldri konur á Seltjarnarnesi til þess að þæfa fyrir sig ullina í filtkúlur sem hún notaði í verkið. „Mig langaði einmitt með þessu verkefni að hvetja fólk til þess að endurnýta fötin sín. Ég trúi því að fólk hér á Íslandi hafi meira tískuvit en að kaupa bara fjöldaframleitt,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×