FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER NÝJAST 15:28

Segja upp leigusamningi Hringrásar

FRÉTTIR

Strokufanginn enn ófundinn

 
Innlent
08:27 16. FEBRÚAR 2016
Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir  eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuđu fangelsi en fangelsiđ ađ Sogni er skilgreint sem opiđ fangelsi.
Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuđu fangelsi en fangelsiđ ađ Sogni er skilgreint sem opiđ fangelsi. VÍSIR/RÓBERT REYNISSON

Annar tveggja manna sem struku úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt mánudags er enn ófundinn og er leitin að honum nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir í samtali við Vísi að tekin verði ákvörðun um það nú fyrir hádegi hvort lýsa eigi eftir manninum en hann er ekki talinn hættulegur. Hinn fanginn fannst í Reykjavík á sjötta tímanum í gær.

Strokufangarnir eru í kringum tvítugt og voru á sínum tíma dæmdir fyrir minniháttarbrot. Annar þeirra stauk frá Kvíabryggju í fyrra en fannst skömmu síðar á Þingvöllum þar sem hann var handtekinn.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Fanginn sem í fyrra strauk af Kvíabryggju, sem einnig er opið fangelsi, afplánaði í opnu úrræði sökum aldurs.

Í kjölfar stroksins nú mega mennirnir tveir  eiga von á einangrunarvist á Litla-Hrauni og munu jafnvel klára afplánun í lokuðu fangelsi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Strokufanginn enn ófundinn
Fara efst