Fótbolti

Stríðsástand í borgarslagnum í Istanbúl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Gunes í sjúkrabílnum.
Hér má sjá Gunes í sjúkrabílnum. vísir/getty
Þjálfari Besiktas, Senol Gunes, var fluttur á spítala í gær eftir að hafa fengið flösku úr stúkunni beint í hausinn.

Besiktas var þá að spila gegn Fenerbahce í undanúrslitum bikarkeppninnar. Bæði lið koma frá Istanbúl og er mikill rígur á milli liðanna. Iðulega sýður upp úr er þau mætast.

Það gekk mikið frá upphafi því eftir aðeins fimm mínútna leik þurfti að gera hlé á leiknum er áhorfendur fóru að kasta öllu lauslegu í leikmenn Besiktas.

Gunes fékk svo flöskuna í höfuðið á 58. mínútu. Þá gengu leikmenn Besiktas af velli og dómarinn flautaði leikinn af.

Flaskan flaug í átt að varamannabekkjunum er mikið rifrildi var á milli manna á bekkjunum. Það var í allt brjálað.

Gunes var fluttur á spítala þar sem hann fékk mikið höfuðhögg og stóran skurð á höfuðið. Tyrkneska sambandið er ekki enn búið að ákveða hvað gert verður í framhaldinu.

Hér má sjá Gunes liggja í grasinu eftir að hafa fengið flöskuna í hausinn.vísir/getty
Eins og sjá má þurfti að hefta hausinn á Gunes saman.vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×