Innlent

Stríddu Hollendingum í höfuðstöðvum NATO

Samúel Karl Ólason skrifar
Hollendingarnir tóku við kökunni með bros á vör.
Hollendingarnir tóku við kökunni með bros á vör. Mynd/Facebook
Meðlimir fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tóku sig til í morgun og stríddu samstarfsmönnum sínum frá Hollandi. Tilefnið var auðvitað sigur Íslands á Hollendinum í Amsterdam í gær í undankeppninni fyrir Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

Bökuð var jarðaberjakaka, sem færð var Hollendingum með skilaboðum.

„Lítill þakkarvottur fyrir þá frábæru hollensku gestrisni sem í Ísland upplifði í Amsterdam Arena í gær. Ykkar vinir íslenska sendinefndin.“

Á facebooksíðu fastanefndarinnar segir að Hollendingarnir hafi tekið á móti kökunni með bros á vor og jafnframt óskað Íslendingum til hamingju með sigurinn.

Fastanefnd fagnaði dísætum íslenskum sigri með því að færa hollensku fastanefndinni sætabrauð í morgunsárið. Var gjöfin vel þegin með bros á vör og hamingjuóskum til Íslendinga.

Posted by Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu - NATO on Friday, September 4, 2015

Tengdar fréttir

Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×