Lífið

Street dans carnival í Iðnó: „Eitthvað sem mig hefur langað að gera í mörg ár"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á sunnudaginn mun Dansskóli Brynju Péturs setja upp „choreography carnival“ að erlendri fyrirmynd og fer sýningin fram í Iðnó og hefst klukkan 17:00.

Allir bestu street dansarar landsins koma fram  með fersk og kraftmikil atriði. Áhorfendur sjá hiphop, dancehall, popping, waacking, top rock, house og heels performance. GKR mun koma fram í hléi.

„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera í mörg ár en pælingin er að búa til árlegan dansviðburð sem skreytir dagatal Reykjavíkurborgar og bætir við skemmtilegum menningarviðburði fyrir ungt fólk,“ segir Brynja í samtali við Lífið.

„Þarna geta allir komið sem hafa áhuga á flottum dansi en von okkar er sú að danssýningin trekki að yngri kynslóðirnar eins og dansarar Íslenska dansflokksins trekkja að þær eldri í Borgarleikhúsinu. Street dans er einstaklega vinsæll þessa dagana og höfum við fundið fyrir mikilli aukningu nemenda í dansskólanum.“

Hún segir að fátt sé eins hollt og uppbyggjandi eins og dans.

„Hér er kominn viðburður sem keyrir  upp danssenuna, gefur dönsurum markmið og er mikið augnakonfekt fyrir alla þá sem  njóta þess að horfa á flottan dans.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×