Viðskipti innlent

Straumur lýkur við 500 milljóna hlutafjáraukningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakob Ásmundsson forstjóri Straums.
Jakob Ásmundsson forstjóri Straums.
Straumur fjárfestingabanki hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á 500 milljónir króna. 65% af nýju útgefnu hlutafé seldist til fjögurra stærstu hluthafanna og 35% til starfsmanna.

Síðastliðið sumar var 65% hlutur í bankanum seldur til nýrra hluthafa og í kjölfarið keypti Straumur virka eignarhluti í MP banka og Íslenskum verðbréfum. Í tilkynningu á vef Straums segir að tilgangur nýafstaðinnar hlutafjáraukningar sé að styðja við áform félagsins um áframhaldandi ytri vöxt.

„Þetta er góður endir á viðburðaríku ári. Afkoma Straums er góð og augljóst að bæði hluthafar og starfsfólk hafa mikla trú á tækifærum bankans til að efla sig og styrkja á næstu árum. Það er gaman að heilsa nýju ári með þetta nýja afl og mikla metnað í farteskinu,“ segir Jakob Ásmundsson forstjóri Straums.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×