Lífið

Stranger Things stjörnur svara Google spurningum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg útkoma.
Skemmtileg útkoma.
Bandarísku þáttaraðirnar Stranger Things hafa fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum.

Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi.

Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar.

Þeir Gaten Matarazzo og Joe Keery sem fara með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum mætti í YouTube-þáttinn WIRED í vikunni og svöruðu vinsælum spurningum um þáttinn sem hafa birst á Google.

Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×