Innlent

Strandaglópar á Súðavík

BBI skrifar
Súðavík að vetri til.
Súðavík að vetri til. Mynd/Brynjar
Það er álag á fólksflutningabátinn Ingólf, sem er í eigu Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði, þessa stundina. Báturinn sigldi í dag inn Álftafjörð til að sækja ríflega 30 einstaklinga sem voru strandaglópar á Súðavík, eins og fréttavefur bb.is greindi frá.

„Nú vorum við að skila þeim öllum til Ísafjarðar og lögðum strax af stað aftur því strandaglóparnir reyndust fleiri en ætlað var," segir Kiddý hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Enn eru hér um bil 15 einstaklingar fastir í Súðavík þar sem Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð eru lokaðar vegna snjóflóða.

„Það er nú ekkert aftakaveður hér eins og er. En okkur skilst það eigi að versna um átta leytið," segir Kiddý.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×