Innlent

Strákastelpu/stelpustrákadagur sleginn af í Melaskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hugmyndin að deginum kom frá Nemendaráði skólans og sagði á heimasíðu skólans að dagurinn yrði skemmtilegur.
Hugmyndin að deginum kom frá Nemendaráði skólans og sagði á heimasíðu skólans að dagurinn yrði skemmtilegur.
Strákastelpu/stelpustrákadagur sem halda átti á morgun í Melaskóla hefur verið sleginn af. Á heimasíðu skólans var auglýst að á morgun yrði strákastelpu/stelpustrákadagur þar „strákar [mega] vera eins og stelpur og stelpur mega vera eins og strákar“. Allir voru hvattir til að taka þátt, bæði nemendur og starfsfólk en hugmyndin kom frá Nemendaráði skólans.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun og spurði þar nokkuð áleitinna spurninga:

„Hvernig eru strákar og stelpur? -Hvaða forsendur gefur Melaskóli sér og hvað hefur börnunum verið kennt um staðalmyndir, heterónormatív og kynhlutverk? -Er þetta stranglega bannað aðra daga? -Og hvernig er fylgst með því að kynin hegði sér skv. skólareglunum?“

Í kommenti við færsluna sagðist Sóley hafa sent skólastjóranum póst vegna málsins og hvatti hún aðra til að gera slíkt hið sama.

Skólastjórnendur hafa nú ákveðið að hætta við að halda daginn þar sem hann er talinn geta ýtt undir staðalímyndir kynjanna. Slíkt sé andstætt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, aðalnámsskrá og stefnu Melaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×