Fótbolti

Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Ómar Smárason er ekkert hræddur við moskítófaraldurinn.
Ómar Smárason er ekkert hræddur við moskítófaraldurinn. vísir/vilhelm
Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur.

Ef mið er tekið af myndum sem enskir blaðamenn birtu frá borginni í gær þá virðist einnig vera engisprettufaraldur í borginni.

Völlurinn stendur við stórfljótið Volgu og leikmenn Englands og Túnis voru í glímu við flugurnar í gær. Þeir spreyjuðu sig alla fyrir leik en það dugði ekki til enda mikið af flugum sem þeir hreinlegu gleyptu á hlaupunum.

„Við vorum búnir að sjá þetta fyrir og búa okkur undir ýmsar aðstæður eins og flugur. Það er reyndar ekkert af þeim hér þannig að spreyið okkar hefur lítið verið notað," segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.

„Við eigum því fullt af drasli til þess að mæta þessu. Við eigum góðan lager og þurftum ekkert að kaupa neinar aukabirgðir. Við verðum að mæta þessum vargi eins og hverjum öðrum andskota."

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×