Fótbolti

Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá blaðamannafundinum í Annecy í morgun.
Frá blaðamannafundinum í Annecy í morgun. Vísir/Vilhelm
Uppselt er orðið á viðureign Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Nice á mánudaginn. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á vellinum en ljóst er að miklu fleiri hafa áhuga á að vera viðstaddir. Það gerist hins vegar ekki úr þessu nema í tilfelli þeirra sem kaupa miða af þriðja aðila á uppsprengdu verði.

Theodór Elmar Bjarnason var spurður að því á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvort strákarnir finndu fyrir áhuga á miðum frá vinum og kunningjum. Fyrirspurnum um miða.

„Þetta hefur verið pínu áreiti,“ sagði Elmar við blaðamenn í dag.

„Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða. Aðrir verða því miður bara að reyna að bjarga sjálfu sér,“ sagði Elmar. 

„Það er að sjálfsögðu leiðinlegt hvað Íslendingar náðu að kaupa fáa miða. Vonandi er þeta góður hópur af Íslendingum sem fékk þessa miða.“

Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi, sagði í ævisögu sinni að stærsti hausverkurinn á tíma sínum hjá þeim rauðklæddu hefði verið pressan frá æskuvinum á Írlandi að redda sér miðum. Hann upplýsti að oftar en ekki þurfti hann einfaldlega að kaupa miða á uppsprengdu verði til að bregðast ekki vinum sínum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). 


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×