Fótbolti

Strákarnir senda Heimi kveðjur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Hallgrimsson ræðir við Björn Bergmann Sigurðarson í Rússlandi
Heimir Hallgrimsson ræðir við Björn Bergmann Sigurðarson í Rússlandi Vilhelm
KSÍ tilkynnti í dag að Heimir Hallgrímsson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Heimir hefur stýrt liðinu í gegnum bestu ár íslenskrar fótboltasögu.

Hann var aðstoðarmaður og seinna meðþjálfari Lars Lagerbäck þegar Ísland komst á EM og gerði þar góða hluti og stýrði liðinu svo sjálfur inn á HM í Rússlandi.

Heimir hélt blaðamannafund í dag þar sem hann þakkaði fyrir sig og kvaddi.

Strákarnir í íslenska landsliðinu hafa gripið til samfélagsmiðla í dag og þakkað landsliðsþjálfaranum fyrir síðustu ár.

 
Its been an absolute pleasure working with you coach! All the very best for the future

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jul 17, 2018 at 8:27am PDT

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar óskaði Heimi góðs gengis í framtíðinni. Hörður Björgvin Magnússon þakkaði Heimi fyrir tækifærið.

Emil Hallfreðsson var af mörgum talinn einn besti leikmaður Íslands á HM. Hann segir árin undir stjórn Heimis hafa verið frábær.

Gylfi Þór Sigurðsson þakkar fyrir minningar sem munu endast út lífstíðina.


Tengdar fréttir

Hver verður eftirmaður Heimis?

Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×