Sport

Strákarnir sem ætla að koma Gunnari Nelson í rétta bardagagírinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson og strákarnir.
Gunnar Nelson og strákarnir. Mynd/Twitter
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir komandi bardaga á móti Rússanum Albert Tumenov en þeir munu berjast í Rotterdam í Holland 8. maí næstkomandi.

Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í 148 daga eða síðan að hann tapaði á móti Demian Maia í desember síðastliðnum.

Albert Tumenov er á uppleið og hefur unnið fimm UFC-bardaga í röð. Hann er samt að mæta sínum sterkasta andstæðingi til þessa þegar hann stígur inn í hringinn á móti Gunnari.

Gunnar Nelson kom gríðarlega sterkur til baka eftir síðasta tap sitt og því mun margir fylgjast vel með hvernig hann stendur sig í Rotterdam eftir 54 daga.

Gunnar Nelson fagnaði því á samfélagsmiðlum sínum að strákarnir hans eru mættir til landsins en þessir bardagakappar munu hjálpa okkar manni að stilla strengina fyrir bardagann á móti Albert Tumenov.

Þeir Saul "Tha Hangman" Rogers, Matt Inman, Martin '50 Cal' Stapleton og Bjarni Kristjánsson munu taka á Gunnari Nelson í hringnum í Mjölni á næstu vikum en þeir sem þekkja Gunnar vita að það verður ekkert slakað á við æfingar þessar tæpu átta vikur sem eru fram að bardaganum.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega mynd af þessum félögum og eins og sjá má þá er Gunnar Nelson með myndarlegt yfirvararskegg í tilefni af Mottumars. Það verður þó örugglega farið í maí þegar Gunnar mætir Albert Tumenov í hringnum í Hollandi.

Boys are back in town! Saul "Tha Hangman" Rogers, Matt Inman, Martin '50 Cal' Stapleton and Bjarni Kristjánsson. Big thanks to WOW air, Gló and Betra Bak for their support!

Posted by Gunnar Nelson on 14. mars 2016
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu

Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas.

Gunnar: Tumenov virkar grjótharður

"Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×