Körfubolti

Strákarnir okkar mættir til Berlínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmennirnir fimmtán sem æfðu í aðdraganda keppninnar en hópurinn telur í dag tólf leikmenn.
Leikmennirnir fimmtán sem æfðu í aðdraganda keppninnar en hópurinn telur í dag tólf leikmenn. Mynd af heimasíðu KKÍ
Karlalandslið Íslands er mætt til Berlínar þar sem framundan er líklega stærsta stund í sögu íslensks körfubolta þegar strákarnir okkar taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem hefst á laugardaginn.

Strákarnir biðu lægri hlut gegn Pólverjum í gær í lokaleik sínum á fjögurra liða móti í Póllandi. Þeir lögðu Líbanon að velli en töpuðu einnig gegn Belgum. Á öðru æfingamóti um þar síðustu helgi sigruðu þeir Holland og Filippseyjar en töpuðu gegn heimamönnum, Eistum.

Okkar menn mæta Þjóðverjum á laugardaginn í opnunarleik B-riðils sem allur fer fram í Berlín. 

Gamlir og ungir lentir í Berlín #eurobasket2015 #aframisland

A photo posted by Jón Arnór Stefánsson (@jonstef) on


Tengdar fréttir

Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson er nokkuð sáttur með stöðuna á liðinu þegar stutt er í EM. Strákarnir fengu skell í gær gegn Belgum en allir sluppu óskaddaðir úr átökum helgarinnar og eru klárir í slaginn í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×