Fótbolti

Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birkir hefur verið öflugur á kantinum.
Birkir hefur verið öflugur á kantinum. Vísir/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið er að fara á kostum gegn Lettlandi í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2016 sem fer fram í Laugardalnum þessa stundina en Ísland leiðir 2-0 í hálfleik.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er á vellinum og smellti þessum skemmtilegu myndum sem sjá má hér fyrir ofan sem og fyrir neðan.

Sjá einnig: Bein textalýsing frá leik Íslands og Lettlands í Laugardalnum.

Strákarnir okkar hafa þegar tryggt sæti sitt á lokakeppni EM með jafnteflinu gegn Kasakstan á dögunum en Ísland leikur í fyrsta sinn á lokakeppni stórmóts í karlaflokki næsta sumar.

Þrátt fyrir það er ekki að sjá neitt annað á leikmönnunum að þeir ætli að þakka íslensku stuðningsmönnunum með látum en Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi yfir eftir fimm mínútna leik.

Gylfi Þór Sigurðsson bætti við öðru marki Íslands á 27. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak en óhætt er að segja að íslenska liðið hafi stýrt leiknum frá fyrstu mínútu. Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis af vellinum hér.

Gylfi Þór tekur hér aukaspyrnu í upphafi leiks.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×