Handbolti

Strákarnir okkar eru komnir með níu tær til Póllands

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hugsi.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hugsi. vísir/getty
Það hafa borist misvísandi upplýsingar um það í fjölmiðlum síðustu klukkutíma um það hvort Ísland sé komið á EM eður ei. Staðreyndin er sú að Ísland er ekki enn komið með öruggt sæti á EM í Póllandi næsta janúar.

Það lið sem endar í þriðja sæti riðlakeppninnar og er með flest stig fær sæti á EM. Miðað við hvernig leikirnir spiluðust í gær var ljóst að ekkert lið gæti skákað þeim sjö stigum sem Ísland er með.

Síðar hefur komið í ljós að málið er ekki alveg svo einfalt. Árangurinn gegn neðsta liði riðlanna strokast nefnilega út og þarf þá að reikna upp á nýtt árangur liðanna í þriðja sæti gegn liðunum í fyrsta og öðru sæti hvers riðils.

Þar stendur Ísland engu að síður vel að vígi. Ef Ísland gerir jafntefli þá kemst Ísland örugglega áfram. Ef Ísland vinnur leikinn þá vinnur Ísland riðilinn.

Fari allt á versta veg og Ísland tapi leiknum er það samt með þrjú stig gegn liðunum í efstu sætunum og það gæti vel dugað til þess að taka síðasta sætið á EM.

Ísland er því ekki 100 prósent öruggt á EM en líkurnar á því að strákarnir okkar spili í Póllandi eru ansi miklar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×