Fótbolti

Strákarnir okkar æfðu í gær en fá hvíld í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir fallast í faðma eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Kvöld sem mun aldrei gleymast.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir fallast í faðma eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Kvöld sem mun aldrei gleymast. Vísir/Vilhelm
Leikmenn karlalandsliðs Íslands fóru strax upp í flugvél eftir sigurleikinn gegn Englendingum í Nice á mánudagskvöldið og voru komnir aftur til Annecy í kringum fjögur um nóttina. Ferðalagið til baka gekk ekki fullkomlega fyrir sig þar sem vandræði voru með rútu liðsins á leiðinni út á flugvöll. 

Strákarnir okkar æfðu flestir á æfingasvæði liðsins í Annecy í gær en sumir urðu eftir á hótelinu og létu ræktina nægja. Í dag er hvíldardagur hjá íslenska liðinu og má reikna með því að einhverjir verði á vappi um miðbæ Annecy eða við vatnið þar sem sólin skín og reiknað er með góðu veðri í dag.

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi á Novotel, hóteli í miðbæ Annecy, þar sem allir blaðamannafundir tengdir landsliðinu fara fram. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.

Ísland mætir Frakklandi í átta liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn.


 


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×