Handbolti

Strákarnir mæta Brasilíu í átta liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Arnarson og Aron Dagur Pálsson.
Arnar Freyr Arnarson og Aron Dagur Pálsson. Vísir/Fésbókarsíða IHF um mótið
Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta mætir Brasilíu á morgun í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM 19 ára landsliða í Rússlandi.

Ísland sló Suður-Kóreu út úr sextán liða úrslitunum í dag og Brasilíumenn unnu síðan Rússa í sínum leik í sextán liða úrslitunum.

Brasilía vann tveggja marka sigur á Rússum, 28-26, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik.

Brasilíumenn urðu í þriðja sæti í sínum riðli og töpuðu þá bæði fyrir liðum Slóveníu og Frakklandi.

Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á morgun en íslensku strákarnir hafa unnið alla sex leiki sína í heimsmeistarakeppninni til þessa.

Leikurinn við Brasilíumenn á morgun verður spilaður í sömu höll og leikurinn við Kóreumenn fór fram í morgun.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 að staðartíma í Rússlandi eða klukkan 13.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×