Handbolti

Strákarnir kláruðu riðilinn með fullu húsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenski hópurinn glaðbeittur eftir leikinn í dag.
Íslenski hópurinn glaðbeittur eftir leikinn í dag. mynd/hsí
Strákarnir í íslenska U-21 árs landsliðinu unnu sinn riðil í undankeppni HM með fullu húsi.

Ísland vann Serbíu með tveggja marka mun, 34-32, í síðasta leik sínum í dag. Íslendingar höfðu áður unnið Litháa og Grikki örugglega.

Ísland var komið á HM fyrir leikinn í dag en strákarnir gáfu hvergi eftir og unnu þriðja sigurinn á jafnmörgum dögum.

Serbar voru með frumkvæðið framan af fyrri hálfleik en þökk sé góðum 4-1 kafla leiddu Íslendingar með tveimur mörkum í hálfleik, 18-16.

Ísland náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik en Serbarnir voru aldrei langt undan og héngu í Íslendingum allt til loka. Á endanum munaði tveimur mörkum á liðunum, 34-32.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Samherji hans hjá Selfossi, Teitur Örn Einarsson, kom næstur með fimm mörk. Allir útileikmenn íslenska liðsins komust á blað í leiknum í dag.

Arnar Freyr Arnarsson og Ómar Ingi Magnússon, sem voru kallaðir til Serbíu úr verkefni A-landsliðsins í Danmörku, komu ekkert við sögu í leiknum í dag.

HM U-21 árs liða fer fram í Alsír í júlí.

Mörk Íslands:

Elvar Örn Jónsson 9

Teitur Örn Einarsson 5

Sveinn Jóhannsson 3

Leonharð Þorgeir Harðarson 3

Óðinn Þór Ríkharðsson 3

Kristján Örn Kristjánsson 2

Sturla Magnússon 2

Aron Dagur Pálsson 2

Gísli Þorgeir Kristjánsson 2

Sigtryggur Rúnarsson 2

Hergeir Grímsson 1


Tengdar fréttir

Annar sjö marka sigur hjá strákunum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri er með fullt hús í sínum riðli í undankeppni HM eftir sigur á Grikkjum í dag, 24-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×