Handbolti

Strákarnir hans Patreks náðu ekki fram hefndum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur hefur um nóg að hugsa þessa dagana.
Patrekur hefur um nóg að hugsa þessa dagana. vísir/getty
Austurríska karlalandsliðið í handbolta tapaði öðru sinni fyrir Portúgal á þremur dögum þegar liðin mættust í Lamego í dag. Lokatölur 32-25, Portúgal í vil.

Portúgal vann leik liðanna á fimmtudaginn 34-28. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Portúgalir voru 12 mörkum yfir í hálfleik, 22-10.

Til að gera langa sögu stutta náðu strákarnir hans Patreks Jóhannessonar ekki fram í hefndum í leiknum í dag. Hann var þó jafnari en leikurinn í fyrradag.

Aðeins fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik í dag, 18-14. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum og Portúgal vann að lokum sjö marka sigur, 32-25.

Janko Bozovic var markahæstur í austurríska liðinu með sex mörk.

Á mánudaginn mæta Austurríkismenn Evrópumeisturum Þjóðverja í þriðja vináttulandsleiknum í upphafi árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×