ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 21:15

Renault kynnir nýjan bíl

SPORT

Strákarnir falla um tvö sćti

 
Fótbolti
10:17 04. FEBRÚAR 2016
Jóhann Berg Guđmundsson fagnar sigrinum á Hollandi ytra í síđustu undankeppni.
Jóhann Berg Guđmundsson fagnar sigrinum á Hollandi ytra í síđustu undankeppni. VÍSIR/GETTY

Ísland er í 38. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.

Ísland hefur spilað þrjá leiki síðan síðasti listi var gefinn út. Strákarnir unnu Finna, 1-0, en töpuðu fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum.

Liðið tapaði þó 37 stigum á milli lista en þess má geta að liðið komst hæst í 23. sæti listans í fyrra.

Ungverjaland, sem er með Íslandi í riðli á EM í Frakklandi, fór upp í nítjánda sæti sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Austurríki (10. sæti) og Portúgal (7. sæti) eru einnig með Íslandi í riðli og standa í stað.

Staða efstu liða er óbreytt. Belgía er í efsta sæti, á undan Argentínu, Spáni, Þýskalandi, Síle og Brasilíu. England er svo í níunda sæti, Holland í fjórtánda og Ítalía í fimmtánda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Strákarnir falla um tvö sćti
Fara efst