FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 16:28

Nusra front slítur sig frá al-Qaeda

FRÉTTIR

Strákarnir falla um tvö sćti

 
Fótbolti
10:17 04. FEBRÚAR 2016
Jóhann Berg Guđmundsson fagnar sigrinum á Hollandi ytra í síđustu undankeppni.
Jóhann Berg Guđmundsson fagnar sigrinum á Hollandi ytra í síđustu undankeppni. VÍSIR/GETTY

Ísland er í 38. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun.

Ísland hefur spilað þrjá leiki síðan síðasti listi var gefinn út. Strákarnir unnu Finna, 1-0, en töpuðu fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum.

Liðið tapaði þó 37 stigum á milli lista en þess má geta að liðið komst hæst í 23. sæti listans í fyrra.

Ungverjaland, sem er með Íslandi í riðli á EM í Frakklandi, fór upp í nítjánda sæti sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Austurríki (10. sæti) og Portúgal (7. sæti) eru einnig með Íslandi í riðli og standa í stað.

Staða efstu liða er óbreytt. Belgía er í efsta sæti, á undan Argentínu, Spáni, Þýskalandi, Síle og Brasilíu. England er svo í níunda sæti, Holland í fjórtánda og Ítalía í fimmtánda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Strákarnir falla um tvö sćti
Fara efst