Fótbolti

Strákarnir eru ánægðir með gervigrasið í Astana

Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar
Frá æfingunni í morgun.
Frá æfingunni í morgun. Vísir/Friðrik Þór
Það er kalt í Kasakstan á þessum árstíma og en það kemur ekki að sök um helgina þar sem völlurinn í Astana er yfirbyggður gervigrasvöllur.

Strákarnir í íslenska landsliðinu mæta heimamönnum á laugardag og voru ánægðir með gervigrasið eftir fyrstu æfinguna sína á keppnisvellinum.

„Þetta er fínasta gervigras og boltinn rúllar mjög vel,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson í samtali við Vísi í dag. „Það er ekki of hart og því er ekki hægt að kvarta yfir aðstæðunum.“

Annar sóknarmaður, Viðar Kjartansson, tók í svipaðan streng. „Ég vissi ekki við hverju það var að búast en þetta er fínt. Höllin er flott.“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að engar afsakanir um völlinn eða aðstæðurnar yrðu teknar gildar.

„Við munu ekki skýla okkur á bak við það að við séum að fara að spila á gervigrasi því við höfum allir gert það einhvern tímann á ferlinum,“ sagði Aron Einar.

„Gervigrasið lítur mjög vel út og þetta er bara flott höll,“ sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson. „Það er þægilegt loft þarna inni og allt. Þetta er bara toppaðstæður. Við ólumst margir hverjir upp á gervigrasi á Íslandi og erum allir vanir því að spila á slíkum völlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×