Handbolti

Strákarnir aðeins einum sigri frá HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir unnu eins marks sigur eftir að hafa verið mest átta mörkum yfir í seinni hálfleik.
Íslensku strákarnir unnu eins marks sigur eftir að hafa verið mest átta mörkum yfir í seinni hálfleik. Mynd/eurohandballpoland2014.pl/
Ísland bar sigurorð af Makedóníu með 26 mörkum gegn 25 í lokakeppni EM U-18 ára landsliða í Póllandi í dag.

Íslensku strákarnir mættu ákveðnir til leiks og voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu. Ísland komst í 4-1 og um miðjan fyrri hálfleik var munurinn sex mörk, 10-4. Makedónar náðu að laga stöðuna fyrir leikhlé, en staðan í hálfleik var 14-10, Íslandi í vil.

Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og eftir 40 mínútur var staðan 20-12. Makedónska liðið klóraði í bakkann, en Ísland hafði að lokum eins marks sigur, 26-25.

Egill Magnússon var markahæstur í liði Íslands með sjö mörk. Ómar Ingi Magnússon kom næstur með fimm mörk og Aron Dagur Pálsson og Hákon Daði Styrmisson fjögur mörk hvor. Haukamaðurinn Grétar Ari Guðjónsson varði 19 skot í íslenska markinu.

Ísland fékk fullt hús stiga í milliriðli 1 og mun því leika um 9.-12. sæti á mótinu. Það kemur svo í ljós seinna í dag hvort Ísland mætir Hvíta-Rússlandi eða Rúmeníu í krossspili á föstudaginn. Sigurvegarinn í þeim leik spilar um 9. sætið og, það sem meira er, tryggir sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Það verður því mikið undir hjá strákunum á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Íslenskur sigur í Póllandi

Ísland vann fjögurra marka sigur á Rússlandi, 40-36, á EM U-18 ára landsliða sem haldið er í Póllandi.

Sigur á Serbum í fyrsta leik í Póllandi

Strák­arn­ir í U-18 ára landsliðinu í hand­bolta náðu að snúa taflinu við í seinni hálfleik í leik liðsins gegn Serbíu í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta í kvöld.

Ísland ekki áfram í milliriðil

U18 ára landslið Íslands í handbolta tapaði í kvöld fyrir Sviss í A-riðli úrslitakeppni Evrópumótsins. Lokatölur 24-22.

Ísland hefur leik á EM U-18 ára í Póllandi

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir 18 ára hélt í gær til Gdansk í Póllandi þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handbolti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×