Erlent

Rúta sem gengur fyrir mannaskít

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútan gengur á milli Bath og flugvallarins í Bristol.
Rútan gengur á milli Bath og flugvallarins í Bristol.
Fyrsta rúta Bretlands sem gengur aðeins fyrir mannaskít og matarúrgangi var tekinn í notkun í dag. Hann gengur á milli miðbæjarins í Bath og flugvallarins í Bristol.

Rútan tekur 40 manns í sæti og getur farið um 300 kílómetra vegalengd á einum tanki af hinu lífræna gasi.

Í frétt BBC um þessa umhverfisvænu rútu kemur meðal annars fram að ársúrgangur frá einum farþega, bæði matar-og skólpúrgangur, getur látið strætóinn ganga í 37 kílómetra.

Sé miðað er við venjulegar bifreiðar sem ganga fyrir díselolíu losar rútan um 30% minna af koldíoxíði út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×