Sport

Story er svefnlaus í Stokkhólmi

Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar
Story sýndi smá tilþrif á Grand hótelinu í gær.
Story sýndi smá tilþrif á Grand hótelinu í gær. vísir/getty
Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar.

Story fór um langan veg til Stokkhólms. Fyrst flaug hann frá vesturströnd Bandaríkjanna til austurstrandarinnar. Svo var flogið þaðan til Stokkhólms.

"Flugþreytan er að drepa mig. Ég svaf ekki í mínútu í nótt," sagði Story við blaðamann Vísis í gær.

"Það hefur tekið mig meiri tíma en ég vonaðist til að jafna mig en þetta hlýtur að fara að koma."

Bandaríkjamaðurinn stóð þó sína plikt með sóma í fjölmiðladeginum og gaf fjölda viðtala með bros á vör.

Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.

MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars

Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×