Innlent

Stóru makrílveiðiskipin komin á alþjóðlegt hafsvæði í Smugunni

Gissur Sigurðsson skrifar
Hægt að veiða hreinan makríl í Smugunni en norsk-íslensk síld og íslensk sumargotssíld þvælist fyrir á Íslandsmiðum. Mynd úr safni.
Hægt að veiða hreinan makríl í Smugunni en norsk-íslensk síld og íslensk sumargotssíld þvælist fyrir á Íslandsmiðum. Mynd úr safni. vísir/óskar
Stóru makrílveiðiskipin  eru lögð á flótta undan síld á Íslandsmiðum og komin á alþjóðlegt hafsvæði í Smugunni á milli Íslands og Noregs.

Að sögn skipstjórnarmanna er enn nóg af makríl við Ísland en bæði norsk-íslensk síld og íslensk sumargotssíld sé í slíkum mæli 
innan  um makrílinn, að hún sé til stökustu vandræða, en í smugunni sé hægt að veiða hreinan makríl.

Þótt töluvert sé eftir af heildarkvótanum  eru sumar 
stórútgerðir  farnar að draga úr kraftinum við veiðarnar vegna söluerfiðleika á afurðunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×