Fótbolti

Stórtap hjá Emil og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur komið inn á sem varamaður í síðustu fjórum leikjum Udinese.
Emil hefur komið inn á sem varamaður í síðustu fjórum leikjum Udinese. vísir/getty
Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese steinlágu, 1-5, fyrir Torino á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Udinese hefur gengið illa að undanförnu og tapað síðustu tveimur leikjum sínum með markatölunni 2-8.

Emil var skipt inn á völlinn á 61. mínútu, í stöðunni 1-4. Emil hefur byrjað á bekknum og komið inn á sem varamaður í síðustu fjórum leikjum Udinese.

Emil og félagar eru ekki sloppnir við fall en Udinese er í 16. sæti deildarinnar með 38 stig, sex stigum frá fallæsti. Öll liðin í kringum Udinese eiga þó leik til góða á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×