Körfubolti

Stórt tap hjá Elvari og Martin í Brooklyn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Martin að verjast
Martin að verjast vísir/getty
LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við stór tap á heimavelli gegn Hofstra Pride 88-62 í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Hofstra var 45-25 yfir í hálfleik.

Lítið gekk hjá íslensku bakvörðunum í leiknum líkt og öðrum leikmönnum Blackbirds í leiknum í kvöld.

Martin Hermannsson skoraði 4 stig, gaf 4 stoðsendingar, tók 3 fráköst og stal 2 boltum. Hann hitti úr 2 af 7 skotum sínum, þar af engu þriggja þriggja stiga skota sinna.

Elvar Friðriksson skoraði einnig 4 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst en Elvar hitti úr aðeins einu af tíu skotum sínum í leiknum. Það var þriggja stiga skot en hann reyndi sex slík í kvöld.

Blackbirds höfðu unnið fjóra leiki í röð þegar kom að leiknum í kvöld. Liðið hefur unnið fjóra leiki á leiktíðinni og tapað 7. Þetta var áttundi sigur Hofstra í tólf leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×