Erlent

Stórsókn hafin í átt að Fallujah

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Átök í írösku borginni Fallujah.
Átök í írösku borginni Fallujah.
Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, hefur greint frá því að stórsókn í átt að borginni Fallujah sé nú hafin en hún hefur verið undir hæl samtakanna sem kalla sig hið íslamska ríki (ISIS) síðustu misseri.

Íraski herinn hefur sent út viðvaranir til íbúa borgarinnar um að forða sér en Fallujah var fyrsta stóra borgin í Írak til að falla í hendur ISIS, árið 2014, og í dag eru hún annað af þeirra stærstu vígjum.

Þótt óbreyttir borgarar séu hvattir til að flýja borgina er það þó hægara sagt en gert. Reuters fréttastofan fullyrðir að á laugardag hafi tuttugu fjölskyldur reynt að flýja úr úthverfi borgarinnar. Aðeins helmingur þeirra lifði flóttann af.

Hin féllu fyrir kúlum ISIS manna eða urðu jarðsprengjum að bráð sem komið hefur verið fyrir á öllum helstu leiðum frá borginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×