Handbolti

Stórsigur hjá Stjörnunni

Hanna var í stuði í dag.
Hanna var í stuði í dag. vísir/
KA/Þór og Stjarnan unnu síðustu leiki dagsins í Olís-deild kvenna, en alls fóru sex leikir fram í dag. Um hina fjóra má lesa hér.

Akureyrarliðið var fjórum mörum nudir í hálfleik, 15-11, en í síðari hálfleik snérist taflið algjörlega við og gestirnir frá Akureyri unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-23.

Þórhildur Braga Þórðardóttir var markahæst hjá HK með sjö mörk, en Sóley Ívarsdóttir kom næst með fimm. HK í níunda sætinu með þrettán stig.

Arna Kristín Einarsdóttir lék á alls oddi hjá KA/Þór og skoraði tólf mörk, en Laufey Lára Höskuldsdóttir kom næst með fimm. KA/Þór í tíunda sætinu með ellefu stig.

Stjarnan lenti í engum vandræðum með Fjölni, en Stjörnustúlkur rúlluðu yfir nýliðana. Lokatölur urðu 36-18, en Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði átta mörk fyrir heimastúlkur í Fjölni.

Eftir sigurinn er Stjarnan enn í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig, nú tveimur á eftir Val sem er í sætinu fyrir ofan. Fjölnir er í tíunda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×