Körfubolti

Stórsigur hjá Snæfell og bikar á loft

Anton Ingi Leifsson skrifar
Snæfell fagnar bikarnum í leikslok.
Snæfell fagnar bikarnum í leikslok. vísir/kkí
Snæfell fagnaði í dag deildarmeistaratitlinum í Dominos-deild kvenna með stórsigri á Hamri, 88-53. Kristen Denis McCarthy lék á alls oddi fyrir Snæfell, en deildarmeistarabikarinn fór á loft í leikslok.

Heimastúlkur í Stykkishólmi tóku völdin strax í upphafi leiks og leiddu 44-19 í hálfleik. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum, en lokatölur urðu 35 stiga sigur Snæfells; 88-53.

Kristen Denise skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsson var stigahæst hjá Hamri, en hún skoraði fimmtán stig.

Valsstúlkur unnu mikilvægan sigur í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en Valsstúkur unnu frændur sína í Val 81-68.

Taleya Mayberry var stigahæst með 26 stig, sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hjá Haukum var það sem fyrr LeLe Hardy sem dró vagninn. Hún skoraði 24 stig, tók 21 frákast og gaf sex stoðsendingar.

Valur er í fimmta sætinu með 28 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík sem er í fjórða. Haukar eru svo í þriðja sætinu með 34 stig.

Keflavík skellti grönnum sínum í Grindavík, 82-54. Carmen Thyson-Thomas var stigahæst með 22 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Kristina King var stigahæst hjá Grindavík með fjórtán stig.

Keflavík er í öðru sætinu, en Grindavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.

Breiðablik vann KR í botnslag, en eftir sigurinn er Breiðablik enn í neðsta sætinu en nú einungis tveimur stigum frá KR. Lokatölur urðu 68-74 eftir framlengdan leik. Simone Jaqueline skoraði 27 stig fyrir heimastúlkur í KR, en hjá gestunum var það Arielle Wideman sem var stigahæst með 28 stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×