Innlent

Stormur í dag og á morgun en útlitið gott fyrir gamlárskvöld

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aftur er búist við stormi á morgun en góðar líkur eru á ágætis flugeldaveðri á gamlárskvöld.
Aftur er búist við stormi á morgun en góðar líkur eru á ágætis flugeldaveðri á gamlárskvöld. vísir/vilhelm
Búist er við suðvestanstormi eða –roki í dag. Hvassast verður um landið norðanvert og gera má ráð fyrir dimmum éljum með mjög hvössum vindhviðum, 30 til 40 metrum á sekúndu, einkum norðvestanlands. Aftur er búist við stormi víða um land á morgun.

Gera má ráð fyrir að það dragi úr vindi í kvöld og nótt en næsta lægð er á leiðinni og hvessir aftur með sunnanslyddu eða –rigningu á morgun og hlýnar í bili. Síðan áfram sviptingar í veðri fram á gamlársdag en að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni virðist þá loks koma stund milli stríða og mögulega ágætt flugeldaveður á gamlárskvöld.

Hálka er á Hellisheiði og skafrenningur og eins er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum, og hvasst.

Ekki eru komnar frekari upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×