Körfubolti

Stórleikur Stefan Bonneau dugði Kanínunum ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau.
Stefan Bonneau. Vísir/Ernir
Íslendingaliðið Svendborg Rabbits varð að sætta sig við naumt tap á heimavelli á móti Randers Cimbria í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Randers Cimbria vann leikinn á endanum með þriggja stiga mun, 80-77, eftir að Svendborg Rabbit náði að minnka muninn undir lokin.

Lærisveinar Arnars Guðjónssonar unnu fyrsta leikhlutann 28-18 og voru í fínum málum í upphafi leiks en misstu síðan öll tök og leikinn endanlega frá sér í seinni hálfleiknum.

Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var sjóðheitur í þessum leik og langstigahæstur hjá Svendborg Rabbits með 27 stig.

Stefan Bonneau hitti úr 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 3 stoðsendingar.

Axel Kárason var með 2 stig og 8 fráköst á 23 mínútum en Tómas Atli Bjarkason fékk ekki að fara inná völlinn í kvöld.

Svendborg Rabbits er áfram í 3. sæti deildarinnar en liðið er nú aðeins að missa af efstu liðunum sem eru að stinga af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×