Handbolti

Stórleikur Sigurbergs dugði ekki til | Magdeburg gerði jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurbergur skoraði átta mörk í kvöld.
Sigurbergur skoraði átta mörk í kvöld. vísir/valli
Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg gerðu jafntefli við Wetzlar, 31-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Wetzlar var með yfirhöndina framan af leik og leiddi jafnan með 2-3 mörkum í fyrri hálfleik. Magdeburg náði hins vegar góðum kafla undir lok fyrri hálfleik og breytti stöðunni úr 17-13 í 18-13 sem voru hálfleikstölur.

Leikurinn var æsispennandi í seinni hálfleik en aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum.

Yves Grafenhorst kom Magdeburg yfir, 30-31, þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en Sebastian Weber jafnaði metin á 59. mínútu.

Weber fékk svo tækifæri til að tryggja Wetzlar sigurinn á lokasekúndunum en Jannick Green varði skot hans í þann mund sem leikklukkan gall.

Robert Weber var eins og svo oft áður í vetur markahæstur í liði Magdeburg en Austurríkismaðurinn skoraði 13 mörk í kvöld. Michael Haas kom næstur með fjögur mörk.

Sigurbergur Sveinsson skoraði átta mörk þegar Erlangen tapaði með tveggja marka mun fyrir Hannover-Burgdorf, 35-33.

Sigurbergur skoraði mörkin átta úr aðeins 11 skotum en hann átti auk þess tvær stoðsendingar.

Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Hannover, þar af eitt úr vítakasti. Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Gummersbach máttu sætta sig við fimm marka tap fyrir Minden á heimavelli, 27-32.

Gunnar skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.

Þá vann Friesenheim tveggja marka útisigur á Lübbecke, 24-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×