Íslenski boltinn

Stórleikur í Krikanum | Hvað gera þjálfaralausir Eyjamenn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr fyrri leik Stjörnunnar og FH í sumar.
Úr fyrri leik Stjörnunnar og FH í sumar. vísir/anton
Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Sá stærsti fer fram í Kaplakrika þar sem FH og Stjarnan mætast. FH-ingar sitja á toppnum með 31 stig en Stjörnumenn eru í 3. sæti með 27 stig.

Garðbæingar mega því engan veginn því að tapa leiknum í kvöld ef þeir ætla að halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri umferðinni. Emil Pálsson kom FH yfir í fyrri hálfleik en Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni stig þegar hann jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.

Í Árbænum mætast Fylkir og ÍA. Fylkismenn sóttu sigur til Eyja í síðustu umferð og eru fjórum stigum frá öruggu sæti.

Árbæingar eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum og þurfa að halda áfram að sækja stig í kvöld gegn Skagamönnum sem unnu 3-0 sigur á Víkingi Ó. í síðustu umferð.

Eyjamenn, sem eru í 10. sætinu með 17 stig, fjórum stigum meira en Fylkir, sækja Víkinga heim.

Víkingar mæta særðir til leiks eftir að hafa verið niðurlægðir af Val í síðustu umferð, 7-0. Ástandið á liði ÍBV er heldur ekkert sérstakt en þjálfari þess, Bjarni Jóhannsson, hætti á dögunum. Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs stýra liðinu í leiknum í kvöld.

Þessir þrír leikir hefjast allir klukkan 18:00. Tveimur tímum síðar hefst leikur Þróttar og Vals í Laugardalnum.

Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru með átta stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar, heilum níu stigum frá öruggu sæti.

Bikarmeistarar Vals eru aftur á móti á góðu róli og geta endurheimt 5. sætið með sigri í kvöld.

Leikir kvöldsins:

18:00 FH - Stjarnan    Stöð 2 Sport HD

18:00 Fylkir - ÍA

18:00 Víkingur R. - ÍBV

20:00 Þróttur - Valur    Stöð 2 Sport 2 HD


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×