Enski boltinn

Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allardyce er kominn í draumastarfið.
Allardyce er kominn í draumastarfið. vísir/getty
„Ég er gríðarlega stoltur að hafa verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins, sérstaklega þar sem mig hefur alltaf dreymt um þetta starf,“ sagði Sam Allardyce í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu.

Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið en hann á að byggja upp lið sem getur gert góða hluti á stórmótum.

Sjá einnig: Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila

Hann tekur við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði upp eftir að England féll úr leik fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.

„Þetta er besta starfið í enska boltanum. Ég mun gera allt sem ég get til að Englandi gangi sem best og ná árangri sem stuðningsmenn liðsins eiga skilið. Fyrst og síðast þurfum við að gera alla þjóðina stolta,“ sagði Stóri Sam ennfremur.

Hann hefur trú á því að England geti látið að sér kveða á stóra sviðinu.

„Ég veit að við erum með hæfileikaríka leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig. Það er tími til kominn að við náum árangri,“ sagði hinn 61 árs gamli Allardyce að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×