Erlent

Stórhríð lamar New York og Boston

Atli Ísleifsson skrifar
Hríðin hefur haft mikil áhrif á flugumferð og hefur þurft að aflýsa um 6.500 flugum til og frá flugvöllum í norðausturhluta Bandaríkjanna.
Hríðin hefur haft mikil áhrif á flugumferð og hefur þurft að aflýsa um 6.500 flugum til og frá flugvöllum í norðausturhluta Bandaríkjanna. Vísir/AP
Vegum hefur verið lokað og lestir eru hættar að ganga í og í kringum New York og aðrar stórborgir í norðausturhluta Bandaríkjanna vegna stórhríðar sem nú gengur yfir.

Veðurfræðingar hafa greint íbúum að búa sig undir allt að 80 sentimetra af snjó og hefur lögregla lagt bann við akstri almennra ökutækja í New York og Boston.

Hríðin hefur haft mikil áhrif á flugumferð og hefur þurft að aflýsa um 6.500 flugum til og frá flugvöllum í norðausturhluta Bandaríkjanna. Þá var skólum víða lokað fyrr í gær og hefur skólahald víðast hvar verið fellt niður í dag.

Sjá má myndir frá storminum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×