Tónlist

Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull og félagar fara á kostum í myndbandinu.
Jökull og félagar fara á kostum í myndbandinu.
Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul.

Myndbandið er stórbrotið og sýnir íslenska náttúru í sinni glæsilegustu mynd. Það tók um sólahring að taka upp myndbandið og þurfti rafmagn úr tveimur nærliggjandi bátum sem voru við tökustaðinn.

Lagið má finna finna á plötunni A/B sem hefur fengið frábærar viðtökur um heim allan. Hér að neðan má sjá þetta stórglæsilega myndband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×