Fótbolti

Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og afreki þess að komast á Evrópumótið hefur verið mikill í marga mánuði og ekki minnkaði hann eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í riðlakeppni EM í Frakklandi.

Nú hefur aftur á móti orðið sprengja í áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu eftir sigurinn á Englandi sem er einn sá óvæntasti í sögu Evrópumótsins. Ísland er komið í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Englandi í Nice á mánudagskvöldið.

Fundarsalurinn á Novotel í Annecy þar sem íslenska landsliðið heldur blaðamannafundi sína hefur aldrei verið jafn þéttsetinn og í dag þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum.

Franskir fjölmiðlamenn fjölmenntu að sjálfsögðu enda mæta strákarnir gestgjöfum Frakklands næst á Stade de France í París. Norðurlöndin eru búin að senda fleiri fjölmiðlamenn en nú var danska ríkissjónvarpið mætt, enn fleiri Svíar og Norðmaður.

Spænskur blaðamaður frá Marca, einu stærsta íþróttablaði heims, var einnig mættur á fundinn í dag og þá voru fulltrúar fjölmiðla frá Þýskalandi og Englandi á staðnum.

Á morgun má búast við enn fleiri fjölmiðlamönnum á æfingu landsliðsins þar sem nokkrir leikmenn verða til viðtals. Eins og sjá má á mynd Vilhelms Gunnarssonar var þröngt um alla á Novotel í dag.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×