Enski boltinn

Stóra Sam hrósað fyrir hraustlega hvítvínsdrykkju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta bjórglas, sem virðist vera fullt af hvítvíni, er mál málanna.
Þetta bjórglas, sem virðist vera fullt af hvítvíni, er mál málanna. skjáskot/the telegraph
Þó svo græðgin hafi orðið Sam Allardyce að falli þá hrósa netverjar honum í hástert fyrir einstaka hvítvínsdrykkju.

Er Allardyce var myndaður í laumi af blaðamönnum The Telegraph þá kom í ljós að honum líkar við hvítvín og nóg af því.

Allardyce hefur löngum verið kallaður Sammi sopi hér á landi og hann stóð heldur betur undir nafni á myndbandi Telegraph. Hann var nefnilega með hvítvín í stóru bjórglasi. Hálfan líter, takk.

Það kann fólk á Twitter að meta og hann er nánast orðin þjóðhetja hjá mörgum Englendingum fyrir þessa kraftmiklu drykkju.

Nú er því spáð að hvítvínsdrykkja í stóru bjórglasi muni verða það heitasta á Englandi næstu vikurnar.


Tengdar fréttir

Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni

Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, segir að enska landsliðið sé aðhlátursefni í fótboltaheiminum eftir að Sam Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi.

Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna

Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×